Jójó Riddari götunnar.
Jójó Riddari götunnar. — Morgunblaðið/RAX
Götuspilarinn knái Jójó ætlar að fagna þeirri ákvörðun að breyta Austurstræti í göngugötu með því að endurútgefa plötu sem hann gaf út til styrktar Hjartavernd árið 2008.
Götuspilarinn knái Jójó ætlar að fagna þeirri ákvörðun að breyta Austurstræti í göngugötu með því að endurútgefa plötu sem hann gaf út til styrktar Hjartavernd árið 2008. Plata sú bar nafnið Jojo og Götustrákarnir og komu margir vel þekktir hljóðfæraleikarar við sögu þar. Í þetta sinnið mun þó fylgja með mynddiskur með stórfrægum götuspilara, nefnilega Bruce Springsteen. Jójó og stjórinn hittust á Strikinu árið 1988 eins og frægt er orðið og tóku lagið saman. Upptaka af þessu hefur verið til á Youtube en kemur nú loks fyrir sjónir manna í miklum gæðum.