Flúðadans Keppandi í Elliðaárródeói Kayakklúbbsins í Elliðaám.
Flúðadans Keppandi í Elliðaárródeói Kayakklúbbsins í Elliðaám. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kayakklúbburinn í Reykjavík heldur úti vefsíðu þar sem fjallað er um flest sem snertir kajakíþróttina á Íslandi, bæði á sjó og í straumvatni. Þar má m.a.

Kayakklúbburinn í Reykjavík heldur úti vefsíðu þar sem fjallað er um flest sem snertir kajakíþróttina á Íslandi, bæði á sjó og í straumvatni. Þar má m.a. lesa um fjölda ferða sem eru á dagskrá klúbbsins í sumar, ótal keppnir, námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna og ýmislegt fleira. Á spjallsvæði klúbbsins, Korknum, ræða menn m.a. um sjólagið í félagsróðrum sem farnir eru einu sinni í viku, allan ársins hring og að sjálfsögðu um klúbbstarfið. Þar er einnig sölusíða þar sem hægt er að gera góð kaup. Nokkrir notaðir kajakar eru þar boðnir til sölu og ýmiss konar búnaður, ýmist nýr eða notaður. Þeir sem hafa áhuga á sportinu en þurfa að horfa í hrunkrónuna geta komið sér upp góðum búnaði fyrir tiltölulega lítið fé með því að vakta sölusíðuna.

Kayakklúbburinn varð þrítugur á þessu ári og mun ýmislegt standa til á þeim tímamótum, bæði ferðalög og veisluhöld. runarp@mbl.is

Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
mbl.is