Styrkur Skiptir miklu fyrir eldra fólk.
Styrkur Skiptir miklu fyrir eldra fólk.
Styrktarþjálfun eldri borgara skiptir miklu máli þar sem vöðvar fullorðinna taka að rýrna eftir fimmtíu ára aldur, stundi þeir enga líkamsrækt. „Fólk getur aukið vöðvastyrk sinn óháð aldri,“ hefur Forskning.

Styrktarþjálfun eldri borgara skiptir miklu máli þar sem vöðvar fullorðinna taka að rýrna eftir fimmtíu ára aldur, stundi þeir enga líkamsrækt.

„Fólk getur aukið vöðvastyrk sinn óháð aldri,“ hefur Forskning.no eftir vísindamanninum Mark Peterson við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum. Háaldrað fólk geti þannig vel stundað styrktarþjálfun, hvort heldur er með einföldum æfingum heima hjá sér, á líkamsræktarstöð eða með annars konar hreyfingu á borð við tai chi eða jóga. Ávinningurinn sé sá að styrkari vöðvar auðveldi fólki einfaldar athafnir daglegs lífs, s.s. að standa upp úr stólum, ganga upp og niður stiga og annað sem viðkomandi vilji gera.