[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Arnór Smárason , landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði glæsilegt mark af 30 metra færi í gærkvöld þegar Esbjerg lagði Lyngby, 2:1, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni.

A rnór Smárason , landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði glæsilegt mark af 30 metra færi í gærkvöld þegar Esbjerg lagði Lyngby, 2:1, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og Esbjerg tryggði sér dýrmætan sigur með marki undir lokin en liðið er nú bara stigi frá því að komast úr fallsæti deildarinnar.

Jónas Guðni Sævarsson er markahæsti leikmaður Halmstad eftir tvær fyrstu umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, með eina mark liðsins. Hann kom Halmstad yfir gegn Malmö á lokasekúndum fyrri hálfleiks í gærkvöld. Malmö svaraði hinsvegar þrisvar í seinni hálfleik og vann 3:1.

Birkir Bjarnason , landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp annað marka Viking í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, við Molde í norsku úrvalsdeildinni.

A ron Pálmarsson varð í öðru sæti í kjöri á leikmanni marsmánaðar hjá þýska meistaraliðinu Kiel en stuðningsmenn félagsins taka þátt í valinu á heimasíðu félagsins. Christian Zeitz var valinn sá besti í mars en þýski landsliðsmaðurinn hlaut 39,5% atkvæðanna. Aron varð annar með 19,9% og sænski markvörðurinn Andreas Palicka þriðji með 10,4%.

H eiða Ingólfsdóttir handknattleiksmarkvörður frá Vestmannaeyjum skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fylki og kemur því í staðinn fyrir Guðrúnu Ósk Maríasdóttur í marki Árbæjarliðsins á næsta tímabili. Heiða hefur leikið marga leiki með yngri landsliðum Íslands og lék vel í marki ÍBV í vetur.

L ionel Messi jafnaði um nýliðna helgi markamet Brasilíumannsins Ronaldo hjá Barcelona. Með mörkunum tveimur sem Messi skoraði gegn Almería hefur hann skorað 47 mörk á tímabilinu en Ronaldo afrekaði það tímabilið 1996-97. Það má slá því föstu að argentínski töframaðurinn slái markametið því enn er rúmur mánuður eftir af tímabilinu og Barcelona er í baráttu á þrennum vígstöðvum. Messi hefur skorað 29 mörk í deildinni, 7 í bikarkeppninni, 8 í Meistaradeildinni og 3 í deildabikarnum.

Eiríkur Jónsson úr ÍFL varð tvöfaldur Íslandsmeistari í skotfimi um helgina. Á laugardaginn vann hann í keppni í staðlaðri skammbyssu í Digranesi, fékk 509 stig, og á sunnudag sigraði hann í keppni með grófri skammbyssu í Egilshöllinni. Jórunn Harðardóttir , Skotfélagi Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari kvenna í staðlaðri skammbyssu með 457 stig. Í keppni í sportskammbyssu sigraði Karl Kristinsson , SR, í karlaflokki, og Kristína Sigurðardóttir , SR, í kvennaflokki. Þá sigraði A-sveit SR í liðakeppni í staðlaðri skammbyssu.