Sala nýrra bíla virðist vera að taka kipp eftir mikinn samdrátt sem varð í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Alls voru 719 nýir bílar skráðir hér á landi fyrstu þrjá mánuði ársins borið saman við við 441 bíl á sama tíma á síðasta ári.

Sala nýrra bíla virðist vera að taka kipp eftir mikinn samdrátt sem varð í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008.

Alls voru 719 nýir bílar skráðir hér á landi fyrstu þrjá mánuði ársins borið saman við við 441 bíl á sama tíma á síðasta ári. Er aukningin 63%.

Fram kemur í Hagvísum Hagstofu, að síðastliðna 12 mánuði, til loka mars, voru nýskráningar bíla 3.955 en það er 44% fjölgun frá fyrra tólf mánaða tímabili.