Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason
Innanríkisráðuneytið mun á næstu dögum ákveða hvernig komið verður til móts við ósk Gísla Tryggvasonar um leyfi frá embætti sínu sem talsmaður neytenda á meðan hann situr í stjórnlagaráði.

Innanríkisráðuneytið mun á næstu dögum ákveða hvernig komið verður til móts við ósk Gísla Tryggvasonar um leyfi frá embætti sínu sem talsmaður neytenda á meðan hann situr í stjórnlagaráði.

Í bréfi til undirbúningsnefndar stjórnlagaráðs setti Gísli það skilyrði fyrir að samþykkja boð um setu í ráðinu að hann fengi afleysingu frá störfum sínum við embættið. Í kjölfarið ritaði hann innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann óskaði eftir að fá tímabundið leyfi frá störfum á meðan hann tæki sæti í ráðinu.

„Þetta er aðallega þar sem ég get ekki sinnt tveimur störfum í einu. Spurningin er bara hvort ég fer í fullt leyfi eða að stórum hluta,“ segir Gísli.

Í lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda segir að talsmanninum sé óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf eða taka að sér verkefni sem samrýmist ekki starfi hans. „Ég mun að sjálfsögðu ekki gegna báðum störfum á sama tíma,“ segir Gísli.

Á heimasíðu stjórnlagaráðs kemur fram að það eigi að starfa í þrjá til fjóra mánuði. kjartan@mbl.is