Harðir Cavill kominn í ofurhetjugallann, Shannon í sparifötin.
Harðir Cavill kominn í ofurhetjugallann, Shannon í sparifötin.
Kvikmyndaleikstjórinn Zack Snyder hefur ráðið leikarann Henry Cavill í hlutverk Ofurmennisins, Superman, í væntanlegri kvikmynd um hetjuna, Superman: Man of Steel, sem hann mun leikstýra og nú er skúrkurinn líka fundinn.
Kvikmyndaleikstjórinn Zack Snyder hefur ráðið leikarann Henry Cavill í hlutverk Ofurmennisins, Superman, í væntanlegri kvikmynd um hetjuna, Superman: Man of Steel, sem hann mun leikstýra og nú er skúrkurinn líka fundinn. Leikarinn Michael Shannon mun leika Zod hershöfðingja, vonda kallinn í myndinni. Leikarinn Terence Stamp fór með hlutverk Zodls í Superman II sem orðin er 31 árs gömul. Shannon hefur leikið í mörgum ágætum kvikmyndum, m.a. Before the Devil Knows You're Dead og í sjónvarpsþáttum Martins Scorseses, Boardwalk Empire. Cavill hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Whatever Works og Stardust. Þá mun leikkonan Amy Adams, sem m.a. hefur leikið í The Fighter, leika Louis Lane.