Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun snemma í gærmorgun og sló ein túrbína af fimm út af þeim sökum. Um klukkutíma tók að koma henni inn aftur. Eldingin hafði einnig áhrif á stjórnbúnað virkjunarinnar.

Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun snemma í gærmorgun og sló ein túrbína af fimm út af þeim sökum. Um klukkutíma tók að koma henni inn aftur. Eldingin hafði einnig áhrif á stjórnbúnað virkjunarinnar.

Það var upp úr klukkan sex að eldingu sló niður í niðurrennslisveitu rétt vestan virkjunarinnar. Ein af fimm aflvélum hennar sló þegar út og skemmdir, sem eldingin olli á stjórnbúnaði, stöðvaði líka dælingu á heitu vatni frá virkjuninni. Innan við klukkustundu síðar var rafmagnsframleiðslan komin í samt lag. Ekki er búið að meta tjónið á virkjuninni, en búnaðurinn er viðkvæmur fyrir áfalli af þessu tagi, samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur.

Viðbragðs- og varnakerfi virkjunarinnar virðast hafa virkað eins og til var ætlast en á næstu dögum verður farið betur yfir þau mál.