Dagana 15.-17. apríl nk. standa Háskólinn á Akureyri, Tækifæri hf. og fjölmargir atvinnurekendur fyrir Nýsköpunarhelgi í Háskólanum á Akureyri. Einstaklingum með hugmyndir um atvinnu- og nýsköpun býðst að koma saman til að skapa ný störf í samfélaginu.

Dagana 15.-17. apríl nk. standa Háskólinn á Akureyri, Tækifæri hf. og fjölmargir atvinnurekendur fyrir Nýsköpunarhelgi í Háskólanum á Akureyri. Einstaklingum með hugmyndir um atvinnu- og nýsköpun býðst að koma saman til að skapa ný störf í samfélaginu. Þátttaka er ókeypis og opin öllum eldri en 18 ára, hvaðan sem er af landinu. Skráning er á vefsíðunni www.ana.is.

Markmiðið er að fá fólk til að koma saman og vinna að nýjum eða gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaksviðskiptaáætlanir og atvinnuskapandi verkefni. Helgin endar svo á því að valin verður verðlaunahugmynd og fær hún veglegan styrk að launum.