Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar.
Bæjarstjórn Garðabæjar mótmælir fyrirhuguðum ákvörðunum borgaryfirvalda og stjórnar Orkuveitunnar um gjaldskrárhækkanir vegna rafmagns og hita. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag.

Bæjarstjórn Garðabæjar mótmælir fyrirhuguðum ákvörðunum borgaryfirvalda og stjórnar Orkuveitunnar um gjaldskrárhækkanir vegna rafmagns og hita. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag.

„Á síðasta ári hækkuðu gjaldskrár Orkuveitunnar verulega og enn á ný eru fyrirhugaðar hækkanir. Í máli forsvarsmanna fyrirtækisins kemur fram að erfið fjárhagsstaða þess sem rakin er til óskynsamlegrar fjárfestingarstefnu og óreiðu síðustu ára geri það nauðsynlegt að hækka nú gjaldskrár fyrirtækisins enn frekar.

Bæjarstjórn Garðabær mótmælir harðlega að auknar álögur sem nema tugþúsundum króna á ári séu nú lagðar á íbúa Garðabæjar sem hafa enga aðild að stjórn fyrirtækisins né bera ábyrgð á starfsemi þess,“ segir í bókuninni.