EM 1935. Norður &spade;Á54 &heart;75 ⋄K103 &klubs;ÁD86 Vestur Austur &spade;K92 &spade;G1086 &heart;K98643 &heart;G10 ⋄72 ⋄G965 &klubs;92 &klubs;1073 Suður &spade;D73 &heart;ÁD2 ⋄ÁD84 &klubs;K54 Suður spilar 6G.

EM 1935.

Norður
Á54
75
K103
ÁD86
Vestur Austur
K92 G1086
K98643 G10
72 G965
92 1073
Suður
D73
ÁD2
ÁD84
K54
Suður spilar 6G.

Frakkar unnu sinn fyrsta Evróputitil árið 1935. Liðinu stjórnaði Pierre Albarran (1896-1960), hugmyndafræðingurinn á bak við canapé -regluna – þá sagnaðferð að opna á styttri litum og segja þann lengri síðar. Tólf þjóðir kepptu á þessu móti og unnu Frakkar alla leiki nema einn. Spilið að ofan er frá viðureigninni við Ungverja, sem voru ríkjandi meistarar. Albarran og makker hans De Nexon voru í N-S og „tékkuðu sig upp í slemmu“. Útspilið var illa heppnað – 7.

Albarran byrjaði á því að svíða af austri tígulinn, drap fyrst níuna og svínaði svo fyrir gosann. Þegar hann innleysti næst laufslagina kallaði vestur eins og vitlaus maður í hálitunum. Albarran tók hann trúanlegan, spilaði Á og spaða í lokastöðunni og fékk sendingu upp í ÁD. Tólf slagir.