* Hljómsveitin Spottarnir heldur sína árlegu vortónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg, þriðjudaginn 12. apríl klukkan 21:00.
* Hljómsveitin Spottarnir heldur sína árlegu vortónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg, þriðjudaginn 12. apríl klukkan 21:00.

Hljómsveitin hefur nú starfað með einum eða öðrum hætti í sex ár og spilað og sungið á Blúshátíðum, á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur, svo sem á Næsta Bar, Bar Gallerí 46, Rósenberg og á Kántríhátíð á Skagaströnd.

Hljómsveitin hefur frá upphafi lagt megináherslu á tónlist og texta sænska söngvaskáldsins Cornelis Vreeswijk og var sérstaklega boðið til Stokkhólms til að spila á Cornelis Vreeswijk-hátíðinni á Mosebacke 8. ágúst í fyrra. Mosebacke er eitt elsta og virtasta svið Norðurlanda.