Júrí Gagarín
Júrí Gagarín
Hálf öld er liðin í dag frá því að Rússinn Júrí Gagarín hélt fyrstur manna út í geiminn.

Hálf öld er liðin í dag frá því að Rússinn Júrí Gagarín hélt fyrstur manna út í geiminn. Ferðarinnar er minnst með margvíslegum hætti í Rússlandi í vikunni til að minnast 108 mínútna langrar geimferðarinnar sem vakti geysilega athygli, ráðamenn Sovétríkjanna sögðu afrekið sýna yfirburði kommúnismans.

Gagarín var 27 ára gamall orrustuflugmaður, lágvaxinn en afburða vel á sig kominn og fljótur að átta sig. Er það sagt hafa komið sér vel í ferðinni sem var næstum því búin að kosta hann lífið vegna bilunar þegar geimfarið kom aftur inn í gufuhvolfið.

Þegar geimfarið var komið á loft lýsti hann því sem fyrir augu bar og honum líkaði þyngdarleysið vel. „Allt virðist synda,“ sagði hann hrifinn. Fyrsti geimfarinn ferðaðist víða um heim eftir ferðina, þar á meðal til Íslands. Gagarín fórst í flugslysi nokkrum árum eftir ferðina.

kjon@mbl.is