Áhrifin Bændur telja að blómaræktun muni leggjast af með tímanum.
Áhrifin Bændur telja að blómaræktun muni leggjast af með tímanum. — Morgunblaðið/Kristinn
Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda 2011 lýsir yfir andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda 2011 lýsir yfir andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einnig lýsir fundurinn yfir stuðningi við stefnu og starf Bændasamtaka Íslands í málinu og munu garðyrkjubændur standa þétt að baki samtökunum í baráttunni sem framundan er.

Samband garðyrkjubænda hefur á undanförnum tveimur árum aflað mikilla gagna um stöðu garðyrkjunnar hér á landi en einnig beint sjónum að þeim áhrifum sem aðild að Evrópusambandinu gæti haft á starfsemi garðyrkjubænda á Íslandi. „Sambandið hefur látið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands framkvæma rannsókn á hugsanlegum áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenska garðyrkju. Einnig var farið í heimsókn til Finnlands þar sem m.a. var rætt við garðyrkjubændur um reynslu þeirra í aðildarferli Finnlands að ESB. Niðurstöður alls þessa benda sterklega til þess að hluti íslenskrar garðyrkju verði fyrir mjög alvarlegum skaða. Þannig er ljóst að blómaræktun mun að öllum líkindum leggjast af með tímanum, garðplöntuframleiðsla verða fyrir alvarlegu áfalli og hluti grænmetisræktunar eiga erfitt uppdráttar,“ segir í ályktuninni.