Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona er sjötug í dag. Hún heldur upp á tímamótin með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld með vinum og fjölskyldu. Sigríður er nýkomin heim frá Kanaríeyjum en þangað skellti hún sér í heimsókn til vinkonu sinnar.

Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona er sjötug í dag. Hún heldur upp á tímamótin með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld með vinum og fjölskyldu. Sigríður er nýkomin heim frá Kanaríeyjum en þangað skellti hún sér í heimsókn til vinkonu sinnar. Hún segist ekki hafa verið á leið þangað. „Svo datt mér í hug á síðustu stundu að fara þangað í tvær vikur til að verða brún og geta brosað framan í fólkið í afmælinu. Ég er náttúrlega orðin dökkbrún,“ segir hún hlæjandi.

Á meðal þeirra sem boðið er í veisluna í kvöld er samstarfsfólk Sigríðar úr Þjóðleikhúsinu í gegnum tíðina en þangað réð hún sig árið 1964. Fyrsta hlutverk hennar var í „Kysstu mig, Kata“ þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún lék einnig aðalhlutverk í fjölmörgum leikritum eins og „Prinsessunni á bauninni“ og „Faust“. Þá kom hún oft fram í Áramótaskaupinu og leikstýrði því meðal annars árið 1979.

Sextugsafmælið var Sigríði sérstaklega eftirminnilegt en því eyddi hún í Japan en þá fór hópur frá Þjóðleikhúsinu í ferð til að kynna sér leikhús þar í landi. „Það var mjög merkileg för og margt sem maður sá þar sem rennur manni ekki úr minni,“ segir hún. kjartan@mbl.is