Peter Oborne
Peter Oborne
Sérkennilegt er hversu margir hér heima hafa reynt að draga kjark úr þjóðinni upp á síðkastið. Jafnvel gott fólk og grandvart hefur tekið þátt í því. Enn meiri athygli vekur því afstaða áhrifamanna í Bretlandi sem taka upp hanskann fyrir Ísland.

Sérkennilegt er hversu margir hér heima hafa reynt að draga kjark úr þjóðinni upp á síðkastið. Jafnvel gott fólk og grandvart hefur tekið þátt í því. Enn meiri athygli vekur því afstaða áhrifamanna í Bretlandi sem taka upp hanskann fyrir Ísland. Frétt mbl.is er gott dæmi um það:

Peter Oborne, stjórnmálaritstjóri Telegraph, segir að eitt helsta vandamál þeirra Georges Osbornes, fjármálaráðherra, og Dannys Alexanders, aðstoðarfjármálaráðherra, sé að þeir þurfi á hverjum degi að fást við óreiðuna sem þeir erfðu frá Alistair Darling og Gordon Brown.

Þeim félögum hafi þó tekist nokkuð vel að fást við þetta en nokkur slæm mistök hafi verið gerð.

Darling hafi gert slæm mistök þegar hann lét breska ríkið greiða reikningseigendum í Icesave-netbankanum innistæður sínar og nú hafi Alexander bætt gráu ofan á svart með því að hóta að draga Íslendinga fyrir dómstóla.

Slíkt sé algerlega þarflaust.

Ég vona að Íslandi takist að verjast þessari atlögu Alexanders og að Ísland sigri fyrir dómstólunum. Moody's er sagt hóta að lækka lánshæfiseinkunn Íslands enn frekar vegna hefnigirni fjármálaráðuneytisins okkar.

Við ættum að skammast okkar,“ segir Oborne.

Stendur það kannski öðrum en framangreindum Bretum enn nær að skammast sín?