Íbúum Helsingjaborgar í Svíþjóð er ekki rótt vegna þess að sést hefur til úlfs í borginni og virðist hann vera streittur, gæti því verið hættulegur fólki.

Íbúum Helsingjaborgar í Svíþjóð er ekki rótt vegna þess að sést hefur til úlfs í borginni og virðist hann vera streittur, gæti því verið hættulegur fólki. Margir hringdu dauðskelkaðir í lögregluna og yfirvöld hyggjast, að sögn vefsíðu Dagens Nyheter, láta svæfa dýrið.

Úlfar eru ekki margir eftir í Svíþjóð, þeir eru nú friðaðir og flestir þeirra halda sig í norðurhluta landsins. En Helsingjaborg er sunnarlega í landinu og rekur menn ekki minni til að úlfur hafi ráfað alla leið inn í miðborgina. Dýrið sást meðal annars í gærmorgun í nánd við dýraspítala. kjon@mbl.is