Trommuleikari Kanínan káta í kvikmyndinni Hopp virðist geta laðað Íslendinga í bíó enda kann hún bæði að tala og leika á trommur.
Trommuleikari Kanínan káta í kvikmyndinni Hopp virðist geta laðað Íslendinga í bíó enda kann hún bæði að tala og leika á trommur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Barna- og fjölskyldumyndin Hopp heldur toppsætinu aðra helgina í röð en hún er blanda leikinnar myndar og teiknimyndar og segir af ungum manni sem verður það á að keyra á talandi kanínu.

Barna- og fjölskyldumyndin Hopp heldur toppsætinu aðra helgina í röð en hún er blanda leikinnar myndar og teiknimyndar og segir af ungum manni sem verður það á að keyra á talandi kanínu.

Í öðru sæti er ný mynd á lista, Your Highness, gamanmynd með ævintýrablæ með James Franco, Natalie Portman og Danny McBride í aðalhlutverkum. Segir í henni af prinsi sem verður fyrir því óláni að tilvonandi brúði hans er rænt og leggur hann í svaðilför í því skyni að frelsa hana.

Í þriðja sæti er einnig ný mynd á lista, spennumyndin Source Code með sjarmörnum Jake Gyllenhaal í hlutverki manns sem sendur er aftur í tímann í því skyni að koma í veg fyrir hryðjuverk. Það tekst ekki í fyrstu tilraun og þarf að endurtaka leikinn þar til það tekst.

Íslensk kvikmynd vermir svo fjórða sætið og dettur niður um eitt milli vikna, Kurteist fólk leikstjórans Ólafs Jóhannessonar. Stefán Karl Stefánsson leikur í henni ólánsaman verkfræðing sem tekur að sér heldur vafasamt verkefni fyrir spilltan sveitarstjóra og uppgötvar að ekki er allt sem sýnist í Búðardal.