Útivera Það er gott að finna vorið vakna úti í góðum hjólatúr.
Útivera Það er gott að finna vorið vakna úti í góðum hjólatúr. — Morgunblaðið/Kristinn
Þótt snemmbúið páskahret þessa dagana gefi til kynna að Vetur konungur hafi ekki í hyggju að sleppa takinu í bráð er vorið engu að síður í lofti.
Þótt snemmbúið páskahret þessa dagana gefi til kynna að Vetur konungur hafi ekki í hyggju að sleppa takinu í bráð er vorið engu að síður í lofti. Fátt er þá betra en að draga fram hjólfákinn og skella sér í góðan hjóltúr til að anda að sér lífinu sem þá sprettur fram úr hverju skoti náttúrunnar: fuglarnir kvaka, trén byrja að bruma og krókusar að kíkja upp úr mold. Ekki má heldur gleyma hversu firnagóð samgöngutæki reiðhjólin eru, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum þegar endsneytisverð er rokið upp í hæstu hæðir.