Sprettir eru betri en skokk fyrir hjartað og blóðrásina, sýnir ný rannsókn sem Forskning.no greinir frá. Í öllu falli fyrir þá sem hafa lítinn tíma.

Sprettir eru betri en skokk fyrir hjartað og blóðrásina, sýnir ný rannsókn sem Forskning.no greinir frá. Í öllu falli fyrir þá sem hafa lítinn tíma.

Í rannsókninni var 57 sjálfboðaliðum úr hópi skóladrengja og -stúlkna skipt upp í tvo hópa sem fengu ólíkt æfingaprógramm. Annar fór í 20 mínútna hlaupatúra þar sem skokkað var á hóflegum hraða. Hinn hópurinn æfði með því að taka snarpa 20 metra spretti.

Eftir sjö vikur höfðu báðir hópar komist í betra form og æfingarnar höfðu jákvæð áhrif á hjartastyrk, blóðþrýsting, insúlínþol og aðra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Spretthlaupararnir höfðu hins vegar aðeins þjálfað samtals í 63 mínútur á meðan skokkararnir höfðu þjálfað í 420 mínútur. Á sama hátt höfðu spretthlaupararnir aðeins notað fjórðung hitaeininganna sem skokkararnir brenndu á hlaupunum.

Niðurstöður vísindamannanna eru að áköf hlaupaþjálfun sé skjótari til árangurs en skokk.