Boiserie Hluti annarrar innsetningar Katrínar Sigurðardóttur.
Boiserie Hluti annarrar innsetningar Katrínar Sigurðardóttur. — ©The Metropolitan Museum of Art
Gagnrýnandi Artforum sem fjallar um innsetningar Katrínar Sigurðardóttur í Metropolitan-safninu í New York, segir verkin töfrum hlaðin; arkitektúrísk hlutföll og rými birtist þar rétt eins og Lísa hafi snúið aftur frá Undralandi með sönnunargögn um heim...

Gagnrýnandi Artforum sem fjallar um innsetningar Katrínar Sigurðardóttur í Metropolitan-safninu í New York, segir verkin töfrum hlaðin; arkitektúrísk hlutföll og rými birtist þar rétt eins og Lísa hafi snúið aftur frá Undralandi með sönnunargögn um heim fullan af annarskonar innviðum húsa.

Sýning Katrínar, sem nefnist Boiseries , opnaði í safninu í október síðastliðnum og lýkur 30. maí næstkomandi. Katrín skapaði tvær innsetningar í safninu og byggjast þær á frönskum herbergjum frá 19. öld sem eru í safninu. Hægt er að horfa inn í aðra innsetninguna, herbergi sem Katrín hefur gert alveg hvítt, en hitt er eins og skermur með sí-minnkandi einingum.

Margir gagnrýnendur hafa fjallað lofsamlega um sýninguna. Í Artforum segir til dæmis að verkin veki spurningar um á hvað sé horft og það að horfa. Gagnrýnandi The New Yorker hrósar sýn Katrínar, talar um „draugalega einangrun“ sem birtist í verkunum þar sem hún bendi á forréttindi hinnar ráðandi stéttar sem leiddu til frönsku byltingarinnar og upphafs nútímans.