Fimm ára skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hreyfðist lítið eftir að markaðir opnuðu á meginlandinu í gærmorgun, í fyrsta sinn eftir að Icesave-lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Álagið stóð í 233 punktum um ellefuleytið í morgun.
Fimm ára skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hreyfðist lítið eftir að markaðir opnuðu á meginlandinu í gærmorgun, í fyrsta sinn eftir að Icesave-lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Álagið stóð í 233 punktum um ellefuleytið í morgun. Til samanburðar stóð skuldatryggingaálag gríska ríkisins í 996 punktum, Portúgals í 539 punktum og Írlands í 510 punktum. Skuldatryggingaálag Spánar, eins stærsta hagkerfis evrusvæðisins, er litlu lægra en Íslands og stóð í 197 punktum í morgun. Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur nú lækkað um nærri 50% frá byrjun árs árið 2010. vidsk@mbl.is