Stórsigur Andy Carroll, Dirk Kuyt og Martin Skrtel fagna eftir að Kuyt skoraði annað mark Liverpool gegn Manchester City á Anfield í gærkvöld.
Stórsigur Andy Carroll, Dirk Kuyt og Martin Skrtel fagna eftir að Kuyt skoraði annað mark Liverpool gegn Manchester City á Anfield í gærkvöld. — Reuters
Andy Carroll hóf í gærkvöld endurgreiðslu á þeim 35 milljónum punda sem Liverpool pungaði út fyrir hann á síðasta degi janúarmánaðar. Þessi kraftmikli sóknarmaður skoraði fyrstu tvö mörkin í rauða búningnum og þau komu á góðum tíma.

Andy Carroll hóf í gærkvöld endurgreiðslu á þeim 35 milljónum punda sem Liverpool pungaði út fyrir hann á síðasta degi janúarmánaðar. Þessi kraftmikli sóknarmaður skoraði fyrstu tvö mörkin í rauða búningnum og þau komu á góðum tíma. Liverpool lagði hið rándýra lið Manchester City að velli, 3:0, á Anfield og gerði út um leikinn á fyrstu 35 mínútunum.

Þá skoraði Carroll tvívegis og Dirk Kuyt gerði eitt mark inni á milli. Tvö síðari mörkin komu með mínútu millibili og voru hreinlega rothögg fyrir Roberto Mancini og hans menn.

City hafði þá þegar orðið fyrir því áfalli að missa Carlos Tévez meiddan af velli. Hann haltraði út af á 15. mínútu, tognaður aftan í læri, og missir líklega af stórleiknum í bikarnum um næstu helgi þegar City mætir Manchester United á Wembley.

Liverpool er með sigrinum enn með í baráttu um Evrópusæti. Liðið þarf þó til þess að ná Tottenham sem er fimm stigum ofar, og á leik til góða. vs@mbl.is