Merkur Kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet á kvikmyndahátíð árið 2007.
Merkur Kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet á kvikmyndahátíð árið 2007. — Reuters
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet lést laugardaginn sl., 86 ára að aldri. Hann þjáðist af eitilfrumukrabbameini undir það síðasta. Af þekktustu kvikmyndum Lumets má nefna 12 Angry Men, Dog Day Afternoon og Network.
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet lést laugardaginn sl., 86 ára að aldri. Hann þjáðist af eitilfrumukrabbameini undir það síðasta. Af þekktustu kvikmyndum Lumets má nefna 12 Angry Men, Dog Day Afternoon og Network. 14 kvikmynda Lumets voru tilnefndar til Óskarsverðlauna og hlaut Network fern verðlaun og tíu tilnefningar. Lumet átti yfir 40 kvikmyndir að baki og leikstýrði auk þess leikverkum á Broadway í New York, heimaborg sinni, auk sjónvarpsmynda. Kvikmyndir Lumets þykja ögrandi og kannaði hann iðulega flóknar hliðar mannlegrar tilvistar og samskipta, kafaði í hugtök á borð við réttlæti, vald og samskipti ólíkra kynþátta og síðast en ekki síst reiði og rætur hennar. Þá þótti hann hafa mikið lag á því að ná því allra besta út úr leikurunum í myndum sínum og kvikmyndir hans afar fjölbreyttar. Lumet hlaut heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2005 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Leikstjórinn Steven Spielberg minntist Lumets í gær með þeim orðum að hann hefði verið einn mesti kvikmyndaleikstjóri sögunnar.