Eva Einarsdóttir
Eva Einarsdóttir
Tillögur um sameiningar í skólakerfi Reykjavíkurborgar verða ræddar á morgun á fundum bæði í menntaráði sem og íþrótta- og tómstundaráði.
Tillögur um sameiningar í skólakerfi Reykjavíkurborgar verða ræddar á morgun á fundum bæði í menntaráði sem og íþrótta- og tómstundaráði. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins í menntaráði, segir að vel gangi að vinna úr þeim mikla fjölda umsagna sem bárust um tillögurnar. „Það hefur auðvitað tekið sinn tíma enda mikið efni að lesa, en nú er fyrirséð að það verða fundir á miðvikudag þannig að þá mun væntanlega eitthvað gerast í málunum.“ Eva segir að verið sé að leggja mat á tillögurnar og taka ákvarðanir um framhaldið á grundvelli þeirra, þar á meðal um uppsagnir, sem höfðu verið boðaðar 1. apríl en var frestað.