Stofnfundur Evrópuvettvangsins, EVA, var haldinn á Grand hóteli í gærkvöldi.
Stofnfundur Evrópuvettvangsins, EVA, var haldinn á Grand hóteli í gærkvöldi. Um er að ræða þverpólitískan samstarfsvettvang áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu, að því er fram kemur í tilkynningu fundarboðanda, Halls Magnússonar. Þar segir að samtökin taki ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að ESB. Í stjórn EVA verður 21 fulltrúi.