HÓPUR nemenda frá þremur tækniskólum í Finnlandi, Þýskalandi og Íslandi heldur samsýningu í hátíðarsal Tækniskólans á Háteigsvegi. Sýningin verður opin frá kl. 10-15 dagana 12.-14. apríl nk. Allir eru velkomnir.

HÓPUR nemenda frá þremur tækniskólum í Finnlandi, Þýskalandi og Íslandi heldur samsýningu í hátíðarsal Tækniskólans á Háteigsvegi. Sýningin verður opin frá kl. 10-15 dagana 12.-14. apríl nk. Allir eru velkomnir.

Sýningin fjallar annars vegar um endurnýjanlega orkugjafa og hins vegar upplýsingatæknina í daglegu lífi. Þar verður hægt að fræðast um vetnisinnspýtingu fyrir bíla, hitaveitu, háhitavirkjun, vindorku- og vatnsaflsvirkjanir og margt fleira.