Smassar Piotr Kempisty, KA-maður, reynir að koma boltanum framhjá hávörn HK-inga í viðureign liðanna í KA-heimilinu í gærkvöld.
Smassar Piotr Kempisty, KA-maður, reynir að koma boltanum framhjá hávörn HK-inga í viðureign liðanna í KA-heimilinu í gærkvöld. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KA sigraði HK, 3:2, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki sem fram fór í KA-heimilinu í gærkvöldi. Liðin mætast aftur í Digranesi annað kvöld og þá getur KA tryggt sér titilinn.

KA sigraði HK, 3:2, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki sem fram fór í KA-heimilinu í gærkvöldi. Liðin mætast aftur í Digranesi annað kvöld og þá getur KA tryggt sér titilinn. Vinni HK, verður hinsvegar oddaleikur á laugardaginn, á Akureyri.

HK vann fyrstu hrinuna, 25:13, en KA tvær þær næstu, 25:19 og 25:22. HK svaraði í fjórðu hrinu, 25:22. Oddahrinan var æsispennandi og HK var yfir, 13:12, undir lok hennar. KA skoraði hinsvegar þrjú síðustu stigin og tryggði sér sigurinn. vs@mbl.is