Halldór S. Guðmundsson, lektor í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, flytur í dag erindið „Börnin í barnaverndinni“ á málstofu Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Erindið fer fram í Odda milli kl. 12.10 og 13.

Halldór S. Guðmundsson, lektor í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, flytur í dag erindið „Börnin í barnaverndinni“ á málstofu Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Erindið fer fram í Odda milli kl. 12.10 og 13.

Í erindi sínu fjallar Halldór um tölulegar upplýsingar um börn innan barnaverndar í ljósi þróunar síðustu ára, fjölgun tilkynninga og helstu ástæður, úrræði og notkun þeirra. Þá verður fjallað um áhættuþætti og áherslur í barnavernd út frá sjónarhóli barna og vinnuaðferða og hvaða lærdóma megi af þeim draga um breytingar í barnavernd. Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Málstofan verður einnig haldin á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. apríl kl. 20:30.