Betra nám opnaði nýverið vefnámskeið fyrir börn í lestri og stærðfræði. Þau heita „Lesum hraðar“ og „Reiknum hraðar“ og henta börnum á öllum aldri og einkum þeim sem glíma við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika.
Betra nám opnaði nýverið vefnámskeið fyrir börn í lestri og stærðfræði. Þau heita „Lesum hraðar“ og „Reiknum hraðar“ og henta börnum á öllum aldri og einkum þeim sem glíma við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika. Markmið lestrarnámskeiðsins er að auka lestrarhraða barnsins og minnka hljóðun. Markmið stærðfræðinámskeiðsins er að efla hugarreikning og margföldun. Námskeiðin eru aðgengileg öllum sem hafa nettengingu og er gjaldi stillt í hóf. Allar leiðbeiningar er að finna á vefslóðinni www.betranam.is.