Ungmenni Reykjavíkurráð ungmenna flytur tillögur í ráðhúsinu í dag.
Ungmenni Reykjavíkurráð ungmenna flytur tillögur í ráðhúsinu í dag. — Morgunblaðið/Heiddi
Í dag, þriðjudag, munu fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja borgarstjórnarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt borgarfulltrúum. Fundurinn hefst kl. 14 og verður hann sendur beint út á vef Reykjavíkurborgar.

Í dag, þriðjudag, munu fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja borgarstjórnarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt borgarfulltrúum. Fundurinn hefst kl. 14 og verður hann sendur beint út á vef Reykjavíkurborgar.

Fundarefnið eru málefni ungs fólks og ræddar verða tillögur frá ungmennaráðum í Reykjavík sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins munu flytja á fundinum. Tillögurnar snúa m.a. að íþróttaiðkun, félagsstarfi, veggjalist, strætó og tónlistarnámi. Átta fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja fundinn ásamt sjö borgarfulltrúum og því má segja að ungt fólk myndi tímabundið meirihluta í stjórn borgarinnar.