Jon Elster
Jon Elster
Jon Elster, prófessor í félagsvísindum við Columbia-háskóla í New York, heldur opinn fyrirlestur, „Hvernig er best að halda stjórnlagaþing?“, í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag kl. 16. Elster er í hópi fremstu félagsheimspekinga heims.

Jon Elster, prófessor í félagsvísindum við Columbia-háskóla í New York, heldur opinn fyrirlestur, „Hvernig er best að halda stjórnlagaþing?“, í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag kl. 16.

Elster er í hópi fremstu félagsheimspekinga heims. Hann mun m.a. fjalla um það hvernig nálgast megi gerð stjórnarskrár þannig að hagsmunatengsl, fordómar og hlutdrægni hafi sem minnst áhrif.