Stofnuð hefur verið vefsíðan fjolmidlalog.is þar sem safnað er undirskriftum með áskorun á forseta Íslands um að beita málskotsrétti vegna nýrra fjölmiðlalaga sem nú eru til meðferðar á Alþingi.
Stofnuð hefur verið vefsíðan fjolmidlalog.is þar sem safnað er undirskriftum með áskorun á forseta Íslands um að beita málskotsrétti vegna nýrra fjölmiðlalaga sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Þar segir að frumvarpið sé alvarleg atlaga gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla á Íslandi og feli í sér íþyngjandi afskipti framkvæmdavaldsins af starfsemi fjölmiðla og myndi grafa undan skoðana- og tjáningarfrelsi í landinu. Að síðunni standa Útvarp Saga, ÍNN, 365 miðlar, Vefpressan, AMX, Omega og Stöð 1. Verkefnastjóri síðunnar er Guðmundur Franklín Jónsson.