— Morgunblaðið/RAX
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er nú umflotið sjó. Ríkharður Kristjánsson, sviðsstjóri ÍAV, sagði að sjó hefði verið hleypt að húsinu hægt og rólega til að kanna hvort það læki. Enginn leki kom í ljós og húsið flaut ekki upp.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er nú umflotið sjó. Ríkharður Kristjánsson, sviðsstjóri ÍAV, sagði að sjó hefði verið hleypt að húsinu hægt og rólega til að kanna hvort það læki. Enginn leki kom í ljós og húsið flaut ekki upp.

„Við hættum að dæla og létum sjóinn koma upp að húsinu. Við fylgdumst með hvort það læki eitthvað og ætluðum að gefa okkur tíma til að gera við ef það læki. Það lekur ekki neitt,“ sagði Ríkharður.

„Húsið er bara þétt! Það situr á botninum og flýtur ekki upp,“ sagði hann við mbl.is í gær.