12. apríl 1928 Alþingi samþykkti að Þingvellir við Öxará skyldu „vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ og „ævinleg eign íslensku þjóðarinnar“. Friðlýsingin tók gildi 1. janúar 1930. 12.

12. apríl 1928

Alþingi samþykkti að Þingvellir við Öxará skyldu „vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ og „ævinleg eign íslensku þjóðarinnar“. Friðlýsingin tók gildi 1. janúar 1930.

12. apríl 1952

Gúmmíbjörgunarbátur kom fyrst við sögu í sjóslysi hér við land þegar vélbáturinn Veiga sökk við Vestmannaeyjar. Sex menn björguðust en tveir fórust.

12. apríl 1953

Menntaskólinn á Laugarvatni tók formlega til starfa. Þetta var fyrsti menntaskóli sem ekki var í kaupstað. Nemendur voru 63 og skólameistari var Sveinn Þórðarson.

12. apríl 2010

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins var birt. Skýrslan var 2.300 síður í níu bindum.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.