Geimgeim Catherine Coleman í alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimgeim Catherine Coleman í alþjóðlegu geimstöðinni. — Reuters
Tónlist Jethro Tull verður flutt í fyrsta sinn úti í geimnum í dag. Bandaríski geimfarinn Catherine Coleman mun leika á þverflautu túlkun hljómsveitarinnar á verki J.S.
Tónlist Jethro Tull verður flutt í fyrsta sinn úti í geimnum í dag. Bandaríski geimfarinn Catherine Coleman mun leika á þverflautu túlkun hljómsveitarinnar á verki J.S. Bach, „Bourée“, í um 400 km fjarlægð frá jörðu, og leikur forsprakki Jethro Tull, Ian Anderson, með henni á jörðu niðri og verður flutningurinn sameinaður með myndbandsútsendingu. Tilefnið er 50 ára afmæli mannaðra geimferða, 50 ár liðin frá því Rússinn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geim. Coleman leikur á þverflautuna í alþjóðlegu geimstöðinni en Anderson verður á sviði í Perm í Rússlandi. Coleman átti hugmyndina að þessum tónlistarviðburði og hafði samband við Anderson sem tók vel í hugmyndina. Coleman mun hafa æft sig vikum saman.