— Morgunblaðið/Ómar
Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þeir sem virkilega þurfa á bílum að halda eru í verulegum vandræðum. Sumir hafa ekki lengur efni á að aka bílnum. Það er alveg sama hvernig neysluviðmið ríkisstjórnarinnar eru skoðuð.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

„Þeir sem virkilega þurfa á bílum að halda eru í verulegum vandræðum. Sumir hafa ekki lengur efni á að aka bílnum. Það er alveg sama hvernig neysluviðmið ríkisstjórnarinnar eru skoðuð. Öryrkjar eru þar langt fyrir neðan,“ segir Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, um þá staðreynd að eldsneytiskaup eru orðin tekjulægstu öryrkjunum ofviða.

Margir eiga heldur ekki fyrir mat.

„Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vinum og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég myndi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011,“ segir Guðmundur.

Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, skýrir nýlega hækkun á húsaleigu svo: „Allir leigusamningar eru tengdir vísitölunni. Þetta þarf að haldast í hendur við skuldir sjóðsins hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Björn Arnar.

Helmingur tekna í húsaleigu

Spurður um leigukostnað í Hátúni svarar Björn Arnar því til að leigan fari hæst upp í ríflega 60.000 krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð, að teknu tilliti til hússjóðs og húsaleigubóta. Ekki sé óraunhæft að ætla að lægstu tekjur séu 120.000 kr. á mánuði eftir skatta.

„Við höfum reynt að halda leigunni niðri en eigum enga sjóði til að niðurgreiða hana. Félagið er rekið án hagnaðar og hefur verið rekið með tapi síðustu þrjú ár vegna verðbólgunnar. Kjör öryrkja hafa versnað töluvert á síðustu þremur árum, fyrst og fremst vegna þess að bæturnar hafa ekki fylgt verðlagi. Síðan hafa húsaleigubæturnar ekki hækkað síðan 1. janúar 2008 þótt mikið verðbólguskeið hafi tekið við.“

Segir stóran hóp 4

ÞEIR EFNAMINNSTU ÞURFA MEIRI STUÐNING

Fá ekki svör frá borginni

Björn Arnar Magnússon hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega og segir aðgerðaleysi hennar hafa bæst við neikvæð áhrif af frystingu húsaleigubóta.

„Reykjavíkurborg hefur neitað að greiða sérstakar húsaleigubætur til einstaklinga sem leigja hjá okkur. Borgin heldur því fram að við niðurgreiðum leiguna. Ég kannast ekki við það. Það eru aðeins einstaklingar á almennum markaði og hjá Félagsbústöðum sem fá sérstakar húsaleigubætur. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) kærði þetta til innanríkisráðuneytisins sem gaf út álit þar sem sagði að þetta stæðist ekki lög, að mismuna fólki. Síðan hefur ÖBÍ sent bréf til borgarinnar en ekki fengið svör.“

Akstur orðinn að lúxus

Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands segir svo þröngt í búi hjá hluta íbúa í öryrkjablokkunum í Hátúni í Reykjavík að þeir hafi ekki lengur efni á að hreyfa bílinn. Einn íbúanna, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði suma bílana aðeins hreyfast úr stæðinu um mánaðamótin. 2