Málþing fer fram í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði. Þar verður m.a. velt upp spurningu um hvort illa sé farið með dýr hér á landi. Erindi flytja Linda Pétursdóttir, dr.
Málþing fer fram í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði. Þar verður m.a. velt upp spurningu um hvort illa sé farið með dýr hér á landi. Erindi flytja Linda Pétursdóttir, dr. Ólafur Dýrmundsson frá Dýraverndunarsambandi Íslands, Sif Traustadóttir dýralæknir og Oddný Anna Björnsdóttir. Í pallborði að loknum erindum taka þátt Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís hf. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.