„Kirkjusókn hér var með ágætum,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur á Selfossi. Hann segir talsverðan fjölda hafa sótt messur við kirkjuna um páska, en flestir hafi sótt fermingarathafnir á skírdag.

„Kirkjusókn hér var með ágætum,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur á Selfossi. Hann segir talsverðan fjölda hafa sótt messur við kirkjuna um páska, en flestir hafi sótt fermingarathafnir á skírdag. Þá hafi ýmsir fjölsóttir viðburðir verið í kirkjunni á föstudaginn langa, svo sem lestur Passíusálma. Fleiri prestar sem Morgunblaðið ræddi við segja svipaða sögu.

Selfossprestur segir nokkuð um að fólk noti tækifærið um páska og láti þá skíra börn sín eða gangi í hjónaband. Sjálfur hafi hann annast nokkrar slíkar athafnir um hátíðina. sbs@mbl.is