Kvörtun vegna aðgerða stjórnvalda í kjölfar gengislánadómanna svokölluðu hefur verið send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Telja þeir sem að kvörtuninni standa að aðgerðirnar brjóti í bága við grundvallaratriði evrópsks neytendaréttar.

Kvörtun vegna aðgerða stjórnvalda í kjölfar gengislánadómanna svokölluðu hefur verið send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Telja þeir sem að kvörtuninni standa að aðgerðirnar brjóti í bága við grundvallaratriði evrópsks neytendaréttar.

Það eru Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og um þúsund einstaklingar sem rita undir kvörtunina, en talsmaður hópsins er hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson. „Fólki er ætlað að taka á sig afturvirka vexti, allt upp í 21% á ársgrundvelli vegna tímabila sem löngu er búið að greiða fyrir og gera upp. Þetta gengur algerlega gegn þeirri grundvallarhugsun að neytendur eigi að vita í upphafi þegar þeir gangast undir samninga, hver samningskjörin eru.“

Hann segir málið einnig varða Evrópusambandið þar sem tveir aðstandenda kvörtunarinnar séu frá ríkjum innan ESB. 4

Íþyngjandi lagasetning
» Hópurinn telur málið varða Evróputilskipun 93/13/EC þar sem brotið sé á neytendarétti.
» Hann segir vernd eignar-réttar sniðgengna með lögum í kjölfar gengislánadóma hér á landi að undanförnu.