Útskriftarsýning 72 nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands var opnuð í Hafnarhúsinu sl. laugardag. Þar má sjá margvísleg verk í öllum regnbogans litum, m.a.
Útskriftarsýning 72 nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands var opnuð í Hafnarhúsinu sl. laugardag. Þar má sjá margvísleg verk í öllum regnbogans litum, m.a. hreyfanleg helgihús, vídeóskúlptúra, ljósmyndir, heilavél, innhverfa paradís, bækur, húsgögn, málverk, ævintýri í geimnum, mannvirki, fatahönnun, nælur, leikspil, leturhönnun, fótboltamark, ljós, hirslur og leikföng. Sýningin er opin daglega frá kl. 10.00-17.00 en til kl. 20.00 á fimmtudögum. Aðgangur er ókeypis og er boðið upp á leiðsögn um sýninguna.