Gönguhugleiðsla Það er slakandi að ganga úti í náttúrunni og hugleiða.
Gönguhugleiðsla Það er slakandi að ganga úti í náttúrunni og hugleiða. — Ljósmynd/Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kundalini-jóga er hægt að stunda nánast hvar sem er og hvenær sem er. Arnbjörg Konráðsdóttir kundalini-jógakennari var í sjósundi ásamt góðum hópi kvenna nýlega og prófaði í leiðinni að iðka jóga í köldum sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð og kunni því vel.

Kundalini-jóga er hægt að stunda nánast hvar sem er og hvenær sem er. Arnbjörg Konráðsdóttir kundalini-jógakennari var í sjósundi ásamt góðum hópi kvenna nýlega og prófaði í leiðinni að iðka jóga í köldum sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð og kunni því vel. Hún ætlar að bjóða upp á gönguhugleiðslu í Öskjuhlíðinni og hefst hún á morgun.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

A

llt jóga gengur út á sameiningu líkama, huga og sálar, en í gönguhugleiðslu er það gert á meðan fólk gengur úti í íslenskri náttúru, sem er svo yndislegt,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir kundalini-jógakennari sem ætlar á morgun að fara af stað með námskeið í gönguhugleiðslu í Öskjuhlíðinni.

„Gangan sjálf er hugleiðsla og fólk gerir ákveðnar fingrastöður á meðan það gengur, andar í takt við gönguna og fer með möntru í huganum. Í nútímasamfélagi er andardráttur fólks oft óreglulegur, hugurinn dreifður og athyglin flöktandi. Þess vegna þarf að koma á jafnvægi,“ segir Arnbjörg og bætir við að til séu margar tegundir af gönguhugleiðslu. „Oftar en ekki er farið með möntru í hljóði, en þær eru mikið notaðar í kundalini-jóga almennt. Ein af þeim er sett saman úr frumhljóðum sem auðveldar okkur leiðina í ástand núvitundar og jafnvægis. Gönguhugleiðsla hjálpar til við að þróa með okkur einbeitingu og yfirvegun meðan við erum að framkvæma hluti í okkar daglega lífi.“

Boð til heilans

Engin tilviljun ræður því hvaða orð eru notuð í möntrum í kundalini-jóga. „Þegar fólk fer með möntru þá þrýstir tungan á ákveðna punkta í efri góm og frá þeim berast ákveðin boð upp í heila. Það framkallar fyrirsjáanleg áhrif samkvæmt jógískum fræðum. Við það að þrýsta til skiptis með þumlinum á vísifingur, löngutöng, baugfingur og litla fingur, er einnig verið að senda ákveðin boð upp í heila og jafna segulsvið okkar.“

Kundalini-jógað sem Arnbjörg kennir er eftir forskrift Yogi Bhajan. „Hann kom með þetta jóga frá Indlandi árið 1969 og kynnti það fyrir Vesturlandabúum, en fram að þeim tíma var þetta stundað sem launhelgi. Kundalini-jóga kemur fólki á skjótvirkan hátt í vitundarástand, hér og nú, í núvitundina. Yogi Bhajan taldi það vera það sem fólk í hraða nútímans þyrfti á að halda. Kundalini-jóga er yndisleg leið til bættrar heilsu og það er gaman að vinna með það. Ég get vitnað um að það virkar, hef reynt það á eigin skinni.“

Bílleysi var kveikjan

Arnbjörg segir að til mikils sé að vinna með því að stunda gönguhugleiðslu, hún samþætti heilahvelin, örvi virkni heilans, auki jafnvægi, mildi skap, slaki á, losi streitu og endurnýi orku. „Að koma sér í núvitundarástand og ná slökun, hjálpar til við að vinna úr alls konar áföllum og daglegu álagi, og ekki veitir af í hraða nútímans að sinna okkar innri líðan.“

Arnbjörg hefur verið með opna tíma í gönguhugleiðslu í Öskjuhlíðinni frá því í apríl. „En nú langar mig að hafa námskeið og fræða fólk betur og fara dýpra inn í þessa ástundun. Ég fór að tileinka mér gönguhugleiðslu þegar bíllinn minn bilaði í febrúar og ég þurfti að ganga til og frá vinnu. Þannig gat ég snúið bílleysi um miðjan vetur upp í yndislega slakandi hugleiðslu, svo ekki sé talað um góða nýtingu á tíma. Þetta er kjörið fyrir fólk sem kýs að ganga til vinnu dags daglega.“

Arnbjörg hefur kennt kundalini-jóga í tæpt ár, en áður hafði hún unnið við heilun og Bowen-tækni. „Ég kenni í jógasal Ljósheima og hjá Sóley Natura Spa. Ég verð með hugleiðslunámskeið í vatni sem byrjar núna í ágúst í Sóley Natura Spa,“ segir Arnbjörg sem var nýkomin frá því að gera jógaæfingar í sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð. „Það var mjög gaman. Sjórinn er ansi kaldur en það er ögrandi að einbeita sér á meðan maður er ofan í honum, það krefst dýpri einbeitingar.“

Tveir hópar í boði

Kennda verður ferns konar gönguhugleiðsla á þessu fjögurra vikna námskeiði. Námskeiðsdagar eru miðvikudagar og tveir hópar í boði. Fyrri hópurinn hittist kl. 16:30 og seinni hópurinn kl. 17:30.

Hist verður í Öskjuhlíð á bílaplaninu við Perluna. Hver tími er ein klukkustund. Fyrsta skipti er á morgun, 3.ágúst.

Skráning og nánari upplýsingar:

akk@samana.is, www.samana.is, www.ljosheimar.is og Facebook: Samana, s: 862-3700