[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Nýju plöturnar með Fucked Up, Bon Iver, TV on the Radio og Battles. Svo er ég að dýfa mér í WHY?-katalóginn, mögnuð hljómsveit. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati?
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?

Nýju plöturnar með Fucked Up, Bon Iver, TV on the Radio og Battles. Svo er ég að dýfa mér í WHY?-katalóginn, mögnuð hljómsveit.

Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati?

Vá, þetta er hrikaleg spurning og ég get eiginlega ekki svarað henni. En það eru nokkrar plötur sem hafa alltaf verið og munu alltaf vera í sérstöku uppáhaldi, t.d. I See a Darkness með Bonnie 'Prince' Billy, Feels með Animal Collective. Disintegration með The Cure, If You're Feeling Sinister með Belle & Sebastian, Desire með Bob Dylan... gæti haldið endalaust áfram.

Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana?

Ég held að það hafi verið In Utero með Nirvana, á flugvelli einhversstaðar. Klassík.

Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?

Sennilega svigaplötuna með Sigur Rós.

Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera?

Eiginlega bara hver sem er sem er að gefa út góða tónlist og spila á tónleikum, alveg skemmtilegasta starf í heimi örugglega.

Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum?

Það eru yfirleitt Motown-snillingar sem koma mér í gírinn um helgar.

En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?

Velvet Underground, The Smiths, Leonard Cohen, Neil Young, Nick Drake...