Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir að með því að samþykkja tilboð SF1 í Sjóvá hafi ríkið orðið af 1,5 milljörðum króna. Félagið var ófjármagnað í fyrra og hefði því ekki komist í gegnum söluferlið í upphafi þess í janúar 2010.

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir að með því að samþykkja tilboð SF1 í Sjóvá hafi ríkið orðið af 1,5 milljörðum króna. Félagið var ófjármagnað í fyrra og hefði því ekki komist í gegnum söluferlið í upphafi þess í janúar 2010. En þá kom fram hærra tilboð frá öðru félagi, en þar vísar Guðlaugur til tilboðs kaupendahóps sem Heiðar Guðjónsson var í forsvari fyrir.

Guðlaugur Þór bendir á að SF1 hafi keypt 52,4% hlutafjár í Sjóvá á 4,9 milljarða króna. Það þýði að heildarverð félagsins sé ríflega 9,4 milljarðar. „Í nóvember á síðasta ári lá fyrir tilboð frá fyrirtæki sem var ekki þóknanlegt seðlabankastjóra upp á 10,9 milljarða,“ segir hann. „Skattgreiðendur þurfa að greiða mismuninn,“ segir Guðlaugur Þór.

Tilkynning um að verið sé að ljúka sölunni á Sjóvá kom á föstudag, daginn fyrir verslunarmannahelgina. „Tímasetningin er engin tilviljun, hún er valin til að engin athygli verði á málinu. Komið hefur í ljós að Seðlabankinn hefur látið skattgreiðendur borga 1.500 milljónir til þess að hópur sem nýtur hans velvildar fái að kaupa Sjóvá,“ segir hann.

Guðlaugur hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingis til að ræða málið. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, telur ekki þörf á því. 12