Verðmerkingar Ég vil taka undir orð mannsins sem skrifaði nýlega í Velvakand og fjallaði um ófullnægjandi verðmerkingar á kjöti. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Kaupakona.

Verðmerkingar

Ég vil taka undir orð mannsins sem skrifaði nýlega í Velvakand og fjallaði um ófullnægjandi verðmerkingar á kjöti. Mér finnst þetta ekki boðlegt.

Kaupakona.

Nóg komið af skattahækkunum

Nýlega hefur fjármálaráðherra talað um að hugsanlega þurfi enn að hækka skatta á þjóðina. Ætli ráðherrann haldi ekki áfram að hækka skatta á fólki þar til það stendur eftir á brókinni einni saman? Hún er einkennileg þessi skattahækkunarárátta fjármálaráðherra. Þessi árátta fer versnandi hjá ráðherranum. Hefur Steingrími aldrei dottið í hug að svo lengi sé hægt að hækka skatta á fólki að öll athafnaþrá þess sé drepin í dróma og fólk hætti að láta til sín taka á atvinnusviðinu? Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að nóg sé komið af skattahækkunum. Hefur Steingrímur og ríkisstjórnin engar aðrar hugmyndir um fjármál ríkisins og tekjuöflun en að hækka endalaust skattana hjá þrautpíndri alþýðu þessa lands?

Sigurður Guðjón

Haraldsson.

Þau drukku te

Ábending vegna pistils um Churchill og lafði Astor sem Hannes Hólmsteinn skrifaði 16. júlí síðastliðinn í Morgunblaðið, þau drukku te en ekki kaffi. Ég vil í leiðinni hvetja fólk til að lesa bók Gunnars Thoroddsen sem ber nafnið Um ræðumennsku.

Ólafur Lárusson.