Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 7 vinninga og endaði í 2.-5. sæti á opna tékkneska meistaramótinu, Czech Open, sem lauk um helgina en Hannes er búsettur í Tékklandi.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 7 vinninga og endaði í 2.-5. sæti á opna tékkneska meistaramótinu, Czech Open, sem lauk um helgina en Hannes er búsettur í Tékklandi. Hann tapaði fyrir úkraínska stórmeistarann Dmitry Kononenko í níundu og síðustu umferð. Kononenko sigraði á mótinu en hann hlaut 7,5 vinninga. Árangur Hannesar samsvaraði 2.689 skákstigum og hækkar um 16 stig fyrir frammistöðu sína.

Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að slíkur árangur, þ.e. meira en 2.670 stig, tryggi Hannesi keppnisrétt fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti einstaklinga að ári ásamt Íslandsmeistaranum Héðni Steingrímssyni.