Tjaldað Einn leikjanna sem íslensku skátarnir hafa farið í fólst í því að prófa að tjalda með bundið fyrir augun. Vakti það mikla kátínu.
Tjaldað Einn leikjanna sem íslensku skátarnir hafa farið í fólst í því að prófa að tjalda með bundið fyrir augun. Vakti það mikla kátínu. — Ljósmynd/skátar.is
Alþjóðlegt skátamót, World Scout Jamboree, er nú í fullum gangi í Kristianstad í Svíþjóð. 38 þúsund ungmenni á aldrinum 14-18 ára sækja mótið og þar af eru 275 frá Íslandi.

Alþjóðlegt skátamót, World Scout Jamboree, er nú í fullum gangi í Kristianstad í Svíþjóð. 38 þúsund ungmenni á aldrinum 14-18 ára sækja mótið og þar af eru 275 frá Íslandi.

„Það hefur gengið glimrandi vel, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Jakob Guðnason, upplýsingafulltrúi íslenska skátahópsins. „Flestir ef ekki allir segjast hafa átt viku lífs síns sem gleymist seint.“ Krakkarnir hafa tekið þátt í dagskrá sem kallast skátamót innan skátamóts og þá fara þeir út af svæðinu og fara á minna skátamót þar sem eru 100-150 manns. Ein sveitin fór t.d. til Noregs í fyrradag og hafði rosalega gaman af því.“