Magnað sjónarspil Mikið var lagt í brennuna á Fjósakletti í Vestmannaeyjum í ár. Hér sjást ofurhugar í sérútbúnum göllum hætta sér óvenjulega nálægt brennunni til að skvetta olíu á eldinn.
Magnað sjónarspil Mikið var lagt í brennuna á Fjósakletti í Vestmannaeyjum í ár. Hér sjást ofurhugar í sérútbúnum göllum hætta sér óvenjulega nálægt brennunni til að skvetta olíu á eldinn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Ég ligg hér marineraður uppi í brekku eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði einn mælskur gestur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, sem talaði opinskátt um hátíðarhöldin í símann.

„Ég ligg hér marineraður uppi í brekku eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði einn mælskur gestur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, sem talaði opinskátt um hátíðarhöldin í símann.

Þjóðhátíð 2011 hófst með látum, undirritaður var búinn að reima á sig skóna til að dansa við töfratóna, eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta og brekkan ljómaði af brosandi þjóðhátíðargestum. Þrátt fyrir ausandi rigningu virtust gestir ekki láta hana á sig fá enda menn öllu vanir þegar kemur að Þjóðhátíð í Vestmanneyjum.

Hátíðin hófst svo formlega á föstudaginn og byrjaði kvöldið með „eldsvoða“ á Fjósakletti, annað eins sjónarspil og ofurhuga hef ég aldrei áður barið augum. Því lýg ég ekki. Þarna stóðu menn uppi á klettinum fræga og skvettu olíu á eldinn án þess blikna. Eftir það tók að færast fjör yfir mannskapinn, enda um ógleymanlega hátíðardagskrá að ræða alla helgina eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.

janus@mbl.is