2. ágúst 1885 Minnisvarði um Hallgrím Pétursson var afhjúpaður norðan við Dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta er steinn með hörpu ofan á og er eftir Júlíus Schou steinsmið. 2. ágúst 1924 Flogið var í fyrsta sinn yfir Atlantshaf til Íslands.

2. ágúst 1885

Minnisvarði um Hallgrím Pétursson var afhjúpaður norðan við Dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta er steinn með hörpu ofan á og er eftir Júlíus Schou steinsmið.

2. ágúst 1924

Flogið var í fyrsta sinn yfir Atlantshaf til Íslands. Flugmaðurinn var sænskur, Eirik H. Nelson. Hann flaug frá Orkneyjum til Hornafjarðar á átta klukkustundum. Vélin kom til Reykjavíkur 5. ágúst, ásamt annarri vél sem kom degi síðar til Hornafjarðar. Báðar fóru til Grænlands 21. ágúst.

2. ágúst 1978

Lokað var fyrir rennsli í hitaveitulækinn í Nauthólsvík að næturlagi, en lækurinn hafði verið vinsæll baðstaður, ekki síst að dansleikjum loknum.

2. ágúst 1988

Kanadísk flugvél fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Hún skall til jarðar aðeins fimmtíu metrum sunnan Hringbrautar. Þrír menn létust.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.