Söngvarinn Caleb Followill á í vandræðum með röddina.
Söngvarinn Caleb Followill á í vandræðum með röddina. — Reuters
Hljómsveitin Kings of Leon hefur aflýst öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Bandaríkjunum. Næstu tónleikar verða í Kanada í lok september. Ástæðan er sú að söngvarinn Caleb Followill hefur átt í vandræðum með röddina og þar að auki glímt við ofþreytu.
Hljómsveitin Kings of Leon hefur aflýst öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Bandaríkjunum. Næstu tónleikar verða í Kanada í lok september. Ástæðan er sú að söngvarinn Caleb Followill hefur átt í vandræðum með röddina og þar að auki glímt við ofþreytu. Margir óttast hinsvegar að ástæðan sé raunverulega sú að brestir séu komnir í samstarfið og leiðindi séu milli hljómsveitameðlimanna.